HÓTEL VIÐ ELLIÐAVATN

Hótel Kríunes er ævintýralegt sveitahótel staðsett við Elliðavatn á Vatnsendabletti í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur.

 

Á Kríunesi eru 27 herbergi þar á meðal tvær svítur og fjölskyldu herbergi.

Öll herbergin eru með sérbaðherbergi og stór hluti þeirra er með útsýni yfir Elliðavatn.

 

Á Kríunesi eru þrír fundarsalir sem leigðir eru út ásamt veitingum. Einnig er tekið á móti hópum í mat.

 

Það er mikið úrval af afreyingu í nágrenni við hótelið. Hægt er að leigja kayjaka og hjól ásamt því að selt er veiðileyfi á Elliðavatni.

 

Hótel Kríunes er tilvalinn staður fyrir giftingarveislur. Staðurinn býður einnig upp á tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir að skipuleggja og halda hópefli.

Matur

Kríunes bíður upp á morgunverðarhlaðborð, ávaxtakörfur, morgunhressingu, hádegisverð, síðdegiskaffi, putta/pinnamat og kvöldverð.

Í Kríunesi er boðið upp á hlaðborð fyrir hópa við ýmis tækifæri, svo sem jólahlaðborð og fleira. Kríunes bíður gestum sínum upp á allar máltíðir, svo sem flottan 3ja rétta kvöldverð.

Allur matur er heimalagaður og sniðinn að þörfum viðskiptavina.

Fundir

Nýr og fallegur salur á neðri hæð ásamt rúmgóðu svæði þar sem er kaffitería og setustofa. Stór útiverönd með fallegu útsýni yfir Elliðavatn er beint út af kaffeteríunni. Tilvalið t.d. fyrir grillveislu eftir strangan fundardag.

Salurinn rúmar allt að 60 manns (fer eftir uppröðun), en hægt að rúma fleiri ef um er að ræða t.d. veislu eða ráðstefnu (bíóuppröðun)

HELGARFRÍ 29-31.maí

Dans, slökun og skemmtun
 

Stingdu af með Friðriki Agna og Önnu Claessen í Dans & Kúltúr  á Hotel Kríunes  29. - 31. maí í gistingu, slökun og dans. Heitur pottur, BBQ og dans. Hvað er betra á fallegum sumardögum?

Bókanir á
https://for
ms.gle/LFrPPowrdat1d8hn7

Heilsudvöl 5-14.júní

Viltu koma mataræðinu í gott lag, "núllstilla" líkamann, auka orkuna og njóta hvíldar og kyrrðar í fallegu umhverfi?
Við fræðumst, hreyfum okkur, borðum hreina fæðu og slökum á í mögnuðu umhverfi.

Frekari upplýsingar og skráning: Hrönn: 852-1971, hronnhja@gmail.com
Sigrún: 618-1900 sigrunkjartans@gmail.com.

SÉRTILBOÐ

Sértilboð á gullfallegum handunnum íslenskum skartgripum, smíðaðir af engri annarri en Hansínu Jens. Komið við og verslið

 

  • Facebook App Icon
  • Instagram Social Icon
  • Trip Advisor App Icon

© 2018 by KRIUNES HOTEL           Tel:+354 5672245     e-mail: kriunes@kriunes.is